Fréttir

1.10.2011

Hugmyndir að stofnun Styrktarsjóðs Rótarýklúbbsins Borgir

Til stendur að stofna styrktarsjóð sem ætlað er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak við skólastarf Menntaskólans í Kópavogi.mk

Tilgangur sjóðsins verður að veita viðurkenningu fyrir
framúrskarandi eða nýstárlegt framtak við skólastarf í Menntaskólanum í
Kópavogi.  Miðað er við að styrkja verkefni í skólanum sem ekki fást fjármögnuð af rekstrarfé skólans.

Stofnfé sjóðsins er afrakstur Rótarýklúbbsins af
Umdæmisþingi Rótarýhreyfingarinnar sem haldið var í Menntaskólanum í Kópavogi á síðasta ári. umdaemisthing

Úthlutað verður árlega og tekur stjórn sjóðsins ákvarðanir
um úthlutanir úr sjóðnum í samráði við stjórn Rótarýklúbbsins og skólameistara
Menntaskólans í Kópavogi.

Fyrsta stjórn sjóðsins er skipuð þeim:  Eyvindi Albertssyni, Guðrúnu Ólafsdóttur, Haraldi Friðrikssyni og Þóru Þórarinsdóttur.