Fréttir
  • golf

16.9.2011

Golfmót Rótarýklúbbanna í Kópavogi 2011

Félagar í Borgum sigursælir í golfmóti sem fór fram fyrr í þessum mánuði.

Nú í sumar ákváðu forsvarsmenn golfnefnda í Rótarýklúbbum Kópavogs að standa fyrir keppi Rótarýfélaga í golfi. Samkomulag náðist á milli Rótarýklúbbsins Borga og Rótarýklúbbs Kópavogs að halda keppnina þann 8. september s.l.  Keppt skyldi um bikar sem er gjöf Landsbanka
Íslands.  Til mótsins mættu 13 félagar úr Rótarýklúbbnum Borgum og 7 félagar úr Rótarýklúbbi Kópavogs. Auk þess mættu 5 makar. Keppnin fór fram á Leirdalsvelli, sem er 18 holu völlur hjá GKG, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta var punktamót þar sem tekið var tillit til forgjafar leikmanna svo að sem flestir gætu tekið þátt og haft möguleika á að sigra. Leikurinn hófst kl. 14 og lauk um kl. 18:30 með mat. Fjórir frá hvorum klúbbi sem fengu flesta punkta skipuðu liðin og voru niðurstöður keppninnar kynntar yfir matnum.  Í ljós kom að Rótarýklúbburinn Borgir sigraði með 125 punktum gegn 119 punktum Rótarýklúbbs Kópavogs. Borgir urðu  því sigurvegarar í golfmóti Rótarýklúbba Kópavogs árið 2011. 


Þeir sem skipuðu sigurlið Borga voru: Gottfreð Árnason, Kristján H.
Ragnarsson, Helgi Skúli Helgason og Margrét Halldórsdóttir. Fékk hvert þeirra
gullmedalíu og fengu afhentan bikar sem kepp verður um að ári. Fjórir efstu frá
Rótarýklúbb Kópavogs voru: Jóhann Árnason, Valur Þórarinsson, Rögnvaldur
Jónsson og Kristófer Þorleifsson. Mótið gekk í alla staði mjög vel og öll
umgjörð til fyrirmyndar. Samþykkt var að halda árlega slíkt golfmót.gottfred1

Jafnframt var haldið innanfélagsmót hjá Rótarýklúbbnum Borgum og var Gottfreð Árnason sigurvegari. Fékk hann afhentan bikar sem var gjöf frá Á. Guðmundssyni. Við óskum sigursveitinni og Gottfreð innilega til hamingju með þennan sigur í fyrsta golfmóti Rótarýklúbbanna í Kópavogi.  
    

Sigurrós Þorgrímsdóttir.