Fréttir

27.8.2011

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur færð gjöf

Á fundi þann 24. júní veitti frú Vigdís Finnbogadóttir viðtöku gjöf frá Rótarýklúbbnum Borgum til stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.vigdís1

Þann 24. júní sl. heiðraði frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti
lýðveldisins, klúbbinn með heimsókn sinni. vf2Hún fjallaði um Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur (VF)  í erlendum tungumálum, sem er rannsóknarstofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.   Stofnunin var sett á laggirnar í október 2001 í tengslum við 90 ára afmæli Háskóla Íslands og evrópska tungumálaárið.  Vigdís sagði að um 6000 tungumál væru nú töluð á jörðinni og væri talið að um 50% af þeim myndu líða undir lok á þessari öld. Það væri álitin afleiðing af meiri menntun jarðarbúa þar sem kennsla færi ekki fram á jaðarmálum. Taldi Vigdís að hlutverk stofnunar VF væri að minna á nauðsyn þess að varðveita tungumál.  Sagði Vigdís að nú væru 17 tungumál kennd við
Háskóla Íslands. vf4

Vigdís taldi ekki nægjanlegt að leggja eingöngu áherslu á ensku sem
samskiptamál. Í Afríku væri meiri ásókn nú í að læra kínversku en ensku og
skipti tungumálakunnátta og áherslur í tungumálakennslu miklu fyrir
atvinnulífið.  Hún taldi hrakandi dönskukunnáttu hér á landi slæma þróun vegna samskipta við Norðurlöndin.vf5

Vigdís greindi frá því að unnið væri að því að reisa hús yfir starfssemi
stofnunarinnar.  Þegar hafa safnast 1.159 milljónir króna til byggingarinnar og eru það framlög frá erlendum aðilum sérstaklega frá Norðurlöndunum, stofnunum, fyrirtækjum sem einstaklingum.vf7

Vigdís Finnbogadóttir hefur um árabil gegnt starfi velgjörðarsendiherra
tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Jafnfram kenndi hún erlend tungumál um árabil í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur stutt tungumálakennslu í verki á margvíslegan hátt.vf6

Forseti Rótarýklúbbsins Borgir þakkaði frú Vigdísi fyrir fyrirlesturinn og færði henni að lokum gjafir frá klúbbnum, meðal annars táknræna peningagjöf til hinnar nýju stofnunar sem mun bera nafn hennar.vf3