Fréttir

25.8.2011

Tryggingar og arkitektúr

Hefðbundnir fundir voru haldnir í Rótarýklúbbnum
Borgum þann 18. og 25. ágúst sl.austurst 1

Fundurinn sem haldinn var þann 18. ágúst var í umsjón
Þjóðmála- og dagskrárnefndar en formaður er Kristján Guðjónsson.kristján   Hélt formaðurinn erindi um Sjúkratryggingar
Íslands en hann er starfsmaður stofnunarinnar.   Í erindi sínu fjallaði Kristján um markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands
og reynsluna af starfseminni og framtíðarhorfur stofnunarinnar.  sjúkratryggingar 
Erna Hauksdóttir flutti erindi um minnisverðan málsverð.

Fundurinn sem haldinn var 25. ágúst
var í umsjón Menningarmálanefndar þar sem Málfríður Klara Kristiansen er
formaður.  Aðal erindi fundarins hélt Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá  ARGOS ehf. 
Hann sagði frá uppbyggingu reitsins sem brann í Lækjargötu og  Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur.   Hann sagði frá endurbyggingu Lækjargötu 22
sem gengur undir nafninu Landsyfirréttarhúsið sem byggt var af Ísleifi Einarssyni 1801-1802.   Húsið var endurgert sem stokkahús og hefur yfirbragð frá blómaskeiði sínu eftir að Trampe greifi hafði endurbætt það verulega um 1807.austurst 2

Össur Geirsson flutti erindi um minnisverðan málsverð