Fréttir
  • magnús gott

16.8.2011

Spænska veikin

 

Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum við LSH fjallaði um Spænsku veikina 1918 og áhrif hennar á fundi þann 11. ágúst.

Fundurinn sem haldinn var 11. ágúst sl. var í umsjón
starfsþjónustunefndar en formaður nefndarinnar er Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir.   Þriggja mínútna erindið flutti Magnús Jóhannsson.  Erindið var
bráðsniðugt en þar sagði Magnús frá eftirminnilegri máltíð í fjallaskála.  Hann gaf Rótarýfélögum uppskrift súpunnar sem hann snæddi þar ásamt ferðafélögum sínum í aftakaveðri.  Meginuppistaða hennar var snjór og innihald úr Toro súpupakka.  Aðal erindi dagsins hélt Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Landspítala Háskólasjúkrahús. 
Magnús lauk námi í læknadeild árið 1991 en sérnámi í lyflækningum og
smitsjúkdómafræði við Duke University í Bandaríkjunum.
Fjallaði Magnús um Spænsku veikina og áhrif hennar m.a. á barnshafandi konur en dánartíðni
barnshafandi kvenna var nálægt 37% í Spænsku veikinni.  Hann sýndi dreifingu veikinnar á Íslandi og hvernig tókst að einangra stóran hluta landsins.   Magnús Gottfreðsson er Rótarýfélagi og sonur Gottfreðs
Árnasonar heiðursfélaga Rótarýklúbbs Borga. 
Meðfylgjandi mynd er af þeim feðgum.