Fréttir
  • guðbjörg hilmars

8.8.2011

Rótarýfélagar í Borgum sprækir eftir sumarfrí

Vel var mætt á fyrsta fund eftir sumarfrí og ljóst að starfið framundan verður kröftugt. 

 

Fyrsti fundur eftir sumarfrí í Rótarýklúbbnum Borgum einkenndist af ferskleika og krafti.  Þriggja mínútna erindin munu á starfsárinu fjalla um minnisverða máltíð.  Anna Linda Aðalgeirsdóttir flutti áhugavert erindi og endaði það með uppskrift að lambalæri. anna linda Eyvindur Albertsson lagði fram ársreikninga síðasta starfsárs til afgreiðslu.  Gestaerindið hélt Guðbjörg Hilmarsdóttir sem var Georgíu styrkþegi á vegum Rótarý á síðasta ári.  Hún er félagi í Rótaractklúbbnum Geysi. Erindi Guðbjargar var fróðlegt og skemmtilegt.  Hún sagði m.a. frá því að „Rótarýklúbburinn hennar“ í Georgíu hefði eingöngu verið skipaður Paul Harris félögum.  Hún sagði mikla reynslu fengna með þátttöku í verkefni sem þessu og hrósaði Georgíumönnum fyrir mikla gestrisni.  Guðbjörg er á förum aftur til náms í Georgíu þar sem henni var boðinn áframhaldandi styrkur frá skólanum sem hún sótti.