Fréttir
  • birna bjarnadottir

8.8.2011

Nýtt starfsár

Ný stjórn  tekur til starfa í Rótarýklúbbnum Borgum.

 

Fyrsti fundur á nýju starfsári var haldinn þann 7. júlí sl.  Fundurinn var í umsjón nýrrar stjórnar og var í formi klúbbþings.  Birna forseti kynnti nýju nefndaskipanina, verkefni nýs starfsárs og fundaáætlun fyrir haustið 2011.  Þriggja mínútna erindin munu fjalla um minnisverðan málsverð og var birt mælendaskrá fram til áramóta.  Undirtekir við framsetningu dagskrár voru góðar og ýmsir bentu á góða hluti til viðbótar þeim sem fyrir lágu.  Allt bendir til þess að næsta starfsár verði kraftmikið og innihaldsríkt.