Fréttir
  • Golfmót

5.7.2011

Golfmót

Félagar úr Rótarýkúbbnum Borgum tóku þátt í golfmóti Rótarýumdæmisins á Íslandi í júní sl.

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi var að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Keflavíkur og var haldið á golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja (GS) í Leiru miðvikudaginn 8. júní 2011. Mótið var punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum.  Þar að auki var keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á par 3 brautum.  Makar rótarýfélaga voru velkomnir og höfðu þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar, en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi.

Fimm manna sveit mætti frá Rótarýklúbbnum Borgum og varð sveitin í þriðja sæti, Hafnarfjörður í öðru sæti og Keflavík vann mótið. Á myndinni eru þátttakendur frá Borgum þau Guðmundur, Kristján, Ingi Kr., Ágúst Ingi og Sigurrós. Golfmót