Fréttir
  • júní myndir borgir 5

29.6.2011

Nýir félagar, rakur fundur og fyrrverandi forseti lýðveldisins í heimsókn – fundir klúbbsins í júní.

Starfsemi Rótarýklúbbsins Borga hefur verið lífleg í júní.  Nýir félagar hafa verið teknir inn í klúbbinn, fundur verið haldinn úti undir berum himni og fyrrverandi forseti lýðveldisins Vigdís Finnbogadóttir heimsótti klúbbinn.

Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá klúbbfélögum sl.mánuð.  Tveir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn í byrjun mánaðarins.  Það eru þau:  Margrét Halldórsdóttir flugfreyja og Kristján Hjálmar Ragnarsson sjúkraþjálfari en hann var félagi í klúbbnum fyrir nokkrum árum.  Júní myndir borgir1Á þeim sama fundi sagði forseti Rótaract,  Þórhildur Magnúsdóttir,  frá ferð  til Indlands í febrúar 2011 þar sem Rotaract og Rótarýfélagar tóku þátt í að bólusetja indversk börn gegn lömunarveiki.

Félagar hituðu upp fyrir þjóðhátíðardaginn með því að hittast seinnipart 16. júní í Guðmundarlundi.  júní myndir borgir 2Fjölskylda Guðmundar H. Jónssonar gaf Skógræktarfélagi Kópavogs 7 hektara landssvæði árið 1997 sem telst nú til Heiðmerkur.  Gjöfin innibar einnig kofa þann sem stendur á landssvæðinu.  Bjarnheiður Guðmundsdóttir félagi í Borgum, dóttir Guðmundar sagði frá tilurð og sögu lundarins og Jónína Þ. Stefánsdóttir sagði frá starfi Skógræktarfélags Kópavogs.  Farið var í ratleik og lagið tekið við undirleik Bjarka Sveinbjörnssonar á harmonikku.  Vísur voru ortar við þetta tilefni og fylgja þær hér:júní myndir borgir 4

Gengum við um Gvendarlund       ítar mega það sanna
Áttum eina blauta stund
áður en snerum við til manna.

Göngum við í Guðmundarlund
góðan höldum skriffund
leikum okkur litla stund
og ljúfan tökum drykk í mund.

Guðmundarlundur er léttur sem glundur
og létt er okkar geð
ef til vill sígur því á okkur blundur
- eða þannig séð

Gaman er í Guðmundarlundi
í góðu veðri og röku
en nú rembist ég á Rótarýfundi
og rugla með þessa stöku.

Í rigningu' í ratleik að vera
er rosalega blautt
Brölta um skóginn og bera
blaðið sem næstum er autt. (GJ)

Margt gerðist í Guðmundarlundi,
grill var þar sett upp og bar,
er Borgafólk birtist á fundi
og býsna vel skemmti sér þar. (IKr.St.)

júní myndir borgir 5Þann 24. júní heiðraði frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti lýðveldisins, klúbbinn með heimsókn sinni. Hún fjallaði um Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, sem er rannsóknarstofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslandans. Vigdís sagði að um 6000 tungumál væru nú töluð á jörðinni og væri talið að um 50% af þeim myndu líða undir lok á þessari öld. Það væri álitin afleiðing af meiri menntun jarðarbúa þar sem kennsla færi ekki fram á jaðarmálum. Taldi Vigdís að hlutverk stofnunar VF væri að minna á nauðsyn þess að varðveita tungumál.

Rótarýklúbburinn Borgir afhentu henni að loknu erindi, táknræna peningagjöf til hinnar nýju stofnunar sem ber nafn Vigdísar.