Fréttir
  • Margrét Friðriks

1.6.2011

Margrét umdæmisstjóri í Rotary Norden

Í 3. tölublaði 2011 tímarits Rótarý á Norðurlöndum Rotary Norden er viðtal við umdæmisstjórann á Íslandi, Margréti Friðriksdóttur sem er félagi í Borgum.

Þar segir Margrét frá því m.a. að hún hafi kynnst Rótarýhreyfingunni í bernsku þar sem farðir hennar var félagi í hreyfingunni og maður hennar Eyvindur Albertsson, hafi verið félagi frá árinu 1981 en Eyvindur er nú félagi í Borgum sem kunnugt er.  Rótarý hefur því verið stór partur af lífi hennar alla tíð.  Í viðtalinu ber margt á góma, m.a. þýðing þess að hafa konur í klúbbunum og hún segist vilja sjá í öðrum klúbbum jafnt hlutfall kynjanna líkt og í Borgum.  Að fá konur í klúbbana sé mikil vítamínssprauta en þær eru oft á tíðum fulltrúar starfsstétta sem eru síður mannaðar karlmönnum og vantar því í flóruna ef þeirra nýtur ekki við.  Margrét segir frá tíma símum sem umdæmisstjóri og frá heimsóknum þeirra hjóna í klúbba um allt land sem hún segir hafa verið mikla upplifun og mjög þýðingarmikið fyrir umdæmisstjórann svo kynnast megi þeirri starfsemi sem fer fram í hverjum klúbbi.  Viðtalið er mjög áhugavert og er víða komið við.