Heilsuhagfræði
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hélt erindi um heilsuhagfræði á fundi klúbbsins 26. maí.
Félagar í Rótarýklúbbnum Borgum tóku daginn snemma að venju 26. maí og mættu til fundar kl. 7,45 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju sem ber sama nafn og klúbburinn; Borgir. Fundurinn var í umsjón dagskrár- og þjóðmálanefndar en Emma Eyþórsdóttir gegnir þar formennsku.
Fyrirlesari dagsins var Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lektor í hagfræði við Háskóla Íslands. Tinna Laufey lauk doktorsprófi í hagfræði frá University of Miami í Bandaríkjunum og hafði áður lokið BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Tinna Laufey gerði grein fyrir fræðilegri skilgreiningu á heilsuhagfræði. Hún tók dæmi um ákvarðanir vegna bólusetningar fyrir leghálskrabbameini og skýrði út hvernig hagfræðin gagnast við ákvarðanatökuna.
Margir heilbrigðisstarfsmenn eru félagar í Borgum og var mikið spurt í lok erindis hennar s.s. hvernig skörunin sé milli hagfræðinnar og siðfræðinnar og tengsl listar og heilsu.