Fréttir

23.5.2011

Tónlistarhúsið Harpa

Svava Bernharðsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir sögðu frá tónlistarstarfi utan og innan nýs tónleikahúss Íslendinga, Hörpunnar.harpa

 

Fundur í Rótarýklúbbnum Borgum var haldinn 19. maí. Fundurinn var í umsjón starfsþjónustunefndar.  Guðjón Magnússon sagði frá bókinni á náttborðinu, Svava Bernharðsdóttir félagi í Borgum sagði frá starfi sínu með Sinfoníuhljómsveit Íslands og Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri sagði frá tónlistarhúsinu Hörpu. 

svavaSvava sem lokið hefur DMA gráðu frá The Juilliard School í New York starfar nú sem víóluleikari við Sinfoníuhljómsveit Íslands. Hún hefur starfað við sinfoníuhljómsveitir í Slóveníu, Þýskalandi og Sviss.  Hún hefur langan kennsluferil í tónlistarfræðum að baki og einnig hefur hún samið tónverk.  Arna Kristín lauk meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2007 og starfar sem tónleikastjóri Sinfoníuhljómsveitar Íslands.  Starf tónleikastjóra felst meðal annars í að skipuleggja allt tónleikahald hljómsveitarinnar, sjá um samskipti við umboðsskrifstofur og listamenn, skipuleggja tónleikaferðir hljómsveitarinnar og hann er staðgengill framkvæmdastjóra í fjarveru hans.  Svava gerði í stuttu máli grein fyrir ferli sínum í tónlistarlífinu og síðan fór hún nokkrum orðum um Hörpu nýtt tónlistarhús í Reykjavík og sagði frá þeim gífurlega aðstöðumun sem starfsfólk Sinfoníuhljómsveitarinnar upplifir í nýju húsi. 

 harpa1Í erindi sínu bar Arna Kristín saman byggingu Hörpu við byggingu tónlistarhúsa úti í heimi og sagði frá flutningi Hallé sinfóníuhljómsveitarinnar í Manchester í nýtt húsnæði 1996 og haustið 2003 hélt Los Angeles Fílharmónían sína fyrstu tónleika í nýju tónlistarhúsi þar í borg sem staðsett er hjarta Los Angeles.  Hún sagði m.a. frá skipulagi húss Hörpu og tónleikafyrirkomulagi.