Fréttir

13.5.2011

Líf og list

Á fundi klúbbsins 12. maí var skoðuð sýning á verkum Barböru Árnason sem stendur yfir í Gerðarsafni.  tn_450x_1085-0

Fundur var haldinn í Rótarýklúbbnum Borgum þann 12. maí. Fundurinn var í umsjón menningarmálanefndar.  Formaður nefndarinnar er Málfríður Klara Kristiansen.  Rúmlega 20 félagar frá Rótarý Amsterdam Halfweg voru gestir fundarins. Málfríður kynnti efni fundarins sem var heimsókn í Gerðarsafn þar sem skoðuð var sýning verka Barböru Árnason.  Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri leiðsagði hópnum en Guðbjörg er fyrrum félagi í Borgum. 

Sýningin var einkar áhugaverð og sett upp í tilefni aldarafmælis listakonunnar.    

Barbara Árnason er fædd og uppalin á Englandi og lauk þar listnámi. Hún var fengin til að myndskreyta endursagnir úr Íslendingasögunum skömmu eftir að hún lauk námi og kveikti það í henni áhuga á landi og þjóð. Hún hélt til Íslands árið 1936 og reyndist það mikil örlagaferð í hennar lífi. Hún kynntist Magnúsi Á. Árnasyni, myndhöggvara og málara, og gengu þau í hjónaband 1937. Sama ár fluttist hún til Íslands.

Yfir 250 verk eru til sýnis auk fjölda myndskreyttra bóka, jóla- og tækifæriskorta, jólamerkja og fleira sem Barbara hefur skreytt. Mörg verkanna á sýningunni eru í einkaeigu og hafa aldrei áður komið fyrir almenningssjónir.