Fréttir
Afmælishátíð
Fagnað var afmæli Rótarýklúbbsins Borga og stórafmælisfélaga.
Rótarýklúbburinn Borgir var stofnaður 13. apríl 2000 og voru því 11 ár liðin frá stofnun hans á þessu ári. Af því tilefni var móttaka í Safnaðarheimilinu Borgum fyrir félaga og maka þeirra. Atburðurinn var hinn glæsilegasti og dagskráin fjölbreytt þar sem skiptust á tónlistaratriði og ræður og ávörp. Forseta og gjaldkera Rótarýklúbbs Kópavogs var boðið í samsætið og afhenti Kristján Guðmundsson forseti Borga þeim glæsilega bók með myndum sem teknar voru á 50 ára afmælishátíð Rótarýklúbbs Kópavogs sem haldin var þann 6. febrúar sl. Þeir félagar Borga sem fylla tug á starfsárinu en þeir eru 10 að tölu voru heiðraðir með gjöf og lófataki. Félagatal klúbbsins var afhent á fundinum.