Fréttir
Gamli góði Kópavogur
Fundur klúbbsins þann 10. mars var í höndum dagskrár- og þjóðmálanefndar.
Fundur klúbbsins þann 10. mars var í höndum dagskrár- og þjóðmálanefndar. Formaður er Emma Eyþórsdóttir. Fyrirlesari var Magnús Óskarsson, fyrrum yfirkennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Magnús er alinn upp á Kópavogsbúinu ásamt bræðrum sínum, Einari og Guðmundi og mætti Guðmundur með honum á fundinn. Frásögn Magnúsar var mjög fræðandi og kom hann inn á marga þætti þjóðlífsins þegar hann sagði frá búskap og mannlífi í Kópavogi á uppvaxtarárum sínum á fyrri hluta 20. aldar