Fréttir

1.3.2011

Rótarýklúbburinn Borgir heimsækir Rótarýklúbb Árbæjar

Þann 24. febrúar sl. heimsóttu klúbbfélagar í Rótarýklúbbnum Borgum vini sína og nágranna í austri, Rótarýklúbbinn Árbæ. CIMG1205

 

Þann 24. febrúar sl. heimsóttu klúbbfélagar í Rótarýklúbbnum Borgum vini sína og nágranna í austri, Rótarýklúbbinn Árbæ.  Fundir Árbæinga eru haldnir í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og hófst fundurinn kl. 18,15.  Félagar í Borgum mættu vel og má ætla að á fundinum hafi verið samtals um 70 manns.   Fundurinn hófst með hefðbundnum hætti og var dagskrá fundarins kynnt.  Þriggja mínútna erindi Ólafs Arnar Ingólfssonar fjallaði um bækurnar á náttborðinu.  Var þar aðallega um að ræða bækur sem fjölluðu um efnahagslega þætti samfélagsins.  Þar var m.a. skýrsla bandaríska alríkisins um fjármálahrunið í Bandaríkjunum.  Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og rithöfundur var aðalræðumaður kvöldsins.   Hún fjallaði um stöðuna í Norður Afríku en hún er væntanlega sá Íslendingur sem þekkir hvað best til þessa heimshluta en hún hefur bæði búið á svæðinu og ferðast þangað reglulega.  Var mjög áhugavert að hlusta á mál hennar en enn einu sinni benti hún á að það er varasamt að færa vestræna hugsun og kerfi yfir á þennan heimshluta.  Hún bar í brjósti von um aukin réttindi þegnanna í þessum löndum og að þeir fyndu sína aðferð til þess að koma umbótum í gegn.  Kristján Guðmundsson forseti Borga þakkaði fyrir gestgjöfum fyrir góðar móttökur og afhenti Bjarna Finnsyni forseta Rótarýklúbbs Árbæjar, hljóðdisk með verki Hreins Valdimarssonar; Vatn í nývídd.  Einnig afhenti hann myndband sem gefið var út í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins gert af Marteini Sigurgeirssyni klúbbfélaga Rótarýklúbbs Borga.  CIM1204CIMG1199