Fréttir

21.2.2011

Eldhugi Kópavogs 2011

 

Rótarýklúbbur Kópavogs hefur kjörið Þorbjörn Jensson forstöðumann Fjölsmiðjunnar Eldhuga Kópavogs 2011. eldhuginn

 

Rótarýklúbbur Kópavogs hefur kjörið Þorbjörn Jensson forstöðumann Fjölsmiðjunnar Eldhuga Kópavogs 2011.

Fjölsmiðjan er í Kópavogi og er sjálfseignarstofnun sem starfrækir verkþjálfunar- og framleiðslusetur.  Hún er félagslegt, menntunar- og vinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára og er markmið starfseminnar að þroska persónuleika einstaklinganna og búa í haginn fyrir þá til aukins skólanáms eða þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði. 

Rótarýklúbburinn Borgir hefur tengingu við verkefnið í gegnum félagsmenn:  Kristján Guðmundsson var verkefnisstjóri undirbúningsverkefnisins sem vann að hugmyndum um stofnsetningu Fjölsmiðjunnar og sat í stjórn Fjölsmiðjunnar í mörg ár.  Margrét Kr. Gunnarsdóttir sat einnig í undirbúningshópi þessum. 

Þorbjörn Jensson hefur verið forstöðumaður frá stofnun Fjölsmiðjunnar og í dag eru þar 90 nemar og 10 starfsmenn.