Fréttir

17.2.2011

Bækur, nýir félagar og aldraðir í Kópavogi

Fundur 17. febrúar 2011 var í umsjón stjórnar.sunnuhlíð

 

Á fundi sem haldinn var þann 17. febrúar 2011 og var í umsjón stjórnar, sagði Ásthildur Bernharðsdóttir frá bókinni á náttborðinu.  Er það mjög vel heppnað atriði í klúbbnum, bækurnar sem klúbbfélagar fjalla um eru af mjög mismunandi toga og inn eru lagðar fjölmargar hugmyndir að góðu lesefni fyrir félagana.  Gísli Norðdahl gerði grein fyrir starfi félagavalsnefndar og væntanlegum nýjum félögum.  Aðal erindi dagsins hélt Guðjón Magnússon stjórnarformaður Sunnuhlíðar sem er sjálfseignarstofnun - Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi.  Ræddi Guðjón um málefni samtakanna en þar hefur Kreppan tyllt fæti sínum jafnt sem annarsstaðar.