Fréttir

9.2.2011

Efnahagsmál á Íslandi og ársdvöl í Brasilíu

Fundafréttir

Heimsókn efnahags- og viðskiptaráðherra og skiptinema á vegum klúbbsins til Brasilíu.

 

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur fundar sem haldinn var þann 13. janúar sl.  Fundurinn var í umsjón stjórnar Rótarýklúbbsins Borga.

Erindi Árna Páls bar nafnið Hvert stefnir.  Þar fjallaði Árni Páll um stöðu efnahagsmála í samfélaginu í fortíð, nútíð og framtíð.  Sagði hann gríðarlegt verkefni að endurreisa fjármálakerfi landsins en allir legðust á eitt til þess að það tækist.  PDRM1817a

 

Fundur þann 4. febrúar sl. var í umsjón Æskulýðs- og ungmennanefndar. Fríður Halldórsdóttir var gestur fundarins en hún er nýkomin frá ársdvöl í Brasilíu sem skiptinemi á vegum klúbbsins.  Hún greindi frá því sem á daga hennar dreif þann tíma sem hún dvaldi hjá þremur fjölskyldum í Brasilíu.  Hún sagði einnig á mjög áhrifaríkan hátt frá því hvaða áhrif þessi dvöl hefði haft á þroska hennar og lífsviðhorf.  Þakkaði hún Rótarý fyrir þetta tækifæri og bauð fram aðstoð sína ef á þyrfti að halda að undirbúa tilvonandi skiptinema fyrir verkefni það sem bíður þeirra.  Fríður er verðandi ritari í stjórn Rótaract klúbbsins Geysi í Kópvogi og Garðabæ. 03022011