Klúbbfélagi í eldlínunni
Tímaritið Time hefur valið ljósmynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli eftir Ragnar Th. Sigurðsson eina af myndum ársins 2010.
Tímaritið Time hefur valið ljósmynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli eftir Ragnar Th. Sigurðsson eina af myndum ársins 2010. Myndin kemur til með að prýða heila opnu hjá tímaritinu Time.
Myndin er tekin í Austur-Landeyjum þann 16. apríl 2010 aðeins tveimur dögum eftir að eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls.
Myndir Ragnars af eldgosinu hafa vakið athygli víðar en hjá tímaritinu Time. Bæði Newsweek og Nature munu um áramótin birta stórar myndir eftir hann af eldgosinu. Sömuleiðis hafa Rolls Royce verksmiðjurnar keypt myndir af eldgosinu sem munu prýða sýningarsali fyrirtækisins.
Ragnar Th. er meðlimur Rótarýklúbbsins Borga og óskar ritnefnd honum til hamingju með þennan góða árangur í starfi.
(Unnið upp úr frétt Morgunblaðsins 14.12.2010)