Fréttir

16.12.2010

Spennandi framtíð?

Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi, yfirmaður hjálpartækjarmiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands flutti erindi um hjálpartæki fyrir aldraða á fundi klúbbsins þann 16. desember. 16.12. mynd 1

Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi, yfirmaður hjálpartækjarmiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands flutti erindi um hjálpartæki fyrir aldraða á fundi klúbbsins þann 16. desember.  Fundurinn var í umsjón þjóðmála- og dagskrárnefndar.  Í máli Bjarkar kom fram að þróunin í aldurssamsetningu þjóðarinnar og vestrænna þjóða almennt, er á þann hátt að eldra fólki fjölgar þar sem almenn velferð fer vaxandi .  Á sama tíma dregur úr fæðingartíðni.  Eldri borgurum fer fjölgandi og eru auknar kröfur um að þeir geti lengur búið heima hjá sér.    Eftirspurn eftir heimaþjónustu og notkun hjálpartækja eykst.  Mikil framþróun hefur orðið í framleiðslu og notkun hjálpartækja og er tæknin að verða allsráðandi.  Þessi  þróun krefst nýrra áhersla í námi heilbrigðisstétta sem sinna þessum störfum.  Þróunin vekur upp siðferðislegar spurningar um manngildið þegar hugsanlegt er að einu samskipti aldraðra,  verði  við Robba róbot en róbotar munu verða notaðir í síauknum mæli við aðhlynningu í framtíðinni.  16.12. mynd 2