Fréttir

14.12.2010

„Loksins sexbomba á sextugsaldri“

Helga Thorberg var gestur fundar sem var í umsjón menningarmálanefndar Rótarýklúbbsins Borga. 

Helga Thorberg var gestur fundar sem var í umsjón menningarmálanefndar Rótarýklúbbsins Borga.  Fundurinn var haldinn þann 09. desember sl. 
Helga las upp úr nýútkominni bók sem ber ofangreindan titil.  Helga Thorberg sem er leikkona með meiru stóð upp úr sófanum einn daginn, eins og hún sagði, slökkti á sjónvarpinu, pakkaði lífi sínu í eina ferðatösku og skellti sér út í heim á vit ævintýranna. Í bókinni glímir Helga við áleitnar spurningar um hvað hún eigi að gera við líf sitt verandi fimmtíu plús, í fullu fjöri, búandi ein, búin að selja fyrirtæki sem hún átti og íbúðina en samt ekki ánægð. Bókin lýsir lífi Helgu, í litlu þorpi í Dóminíska lýðveldinu þar sem hún tekst á við sjálfa sig og lífið í þriðja heiminum. Helga sagði frá lífi sínu á fjarlægum slóðum sem er svo gerólíkt því sem við eigum að venjast.