Fréttir
Umdæmisstjóri heimsækir baklandið
Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri heimsótti sinn heimaklúbb sl. fimmtudag og fékk blómvönd.
Margrét hefur ásamt manni sínum Eyvindi Albertssyni, verið á ferðalagi um landið og heimsótt klúbba. Margrét fór í gegnum hlutverk og starf Rótarýhreyfingarinnar bæði innanlands og á heimsvísu. Margrét kynnti áherslumál sín í umdæmisstjórahlutverkinu, sem eru m.a. að vinna að fjölgun klúbba. Erindið var afar fróðlegt og skemmtilegt. Margrét fékk gott klapp að erindi loknu og afhenti Kristján H. Guðmundsson, Margréti og Eyvindi blómvönd. Margrét er félagi í Rótaryklúbbnum Borgum og gengu klúbbfélagar stoltir af sínum fulltrúa út í fundarlok.