Fréttir

11.11.2010

Hugarfar sigurvegarans

Í dag var fundur í  Rótaryklúbbnum Borgum í umsjón Æskulýðsnefndar. Ólafur Kristjánsson þjálfari meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu ræddi um þjálfun ungmenna til árangurs.

Í dag var fundur í  Rótaryklúbbnum Borgum í umsjón Æskulýðsnefndar. Ólafur Kristjánsson þjálfari meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu ræddi um þjálfun ungmenna til árangurs. Ólafur gerði grein fyrir starfi sínu hjá Breiðabliki undanfarin 4 ár og hvernig hann markvisst hefur unnið með liðsmönnum að ná því markmiði sem náðist í haust þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í knattspyrnu.  Lagði hann áherslu á að hugarfarið væri það sem allra mestu máli skiptir til þess að ná árangri og þá ekki endilega í íþróttum heldur í flestu í lífinu.  Hann lagði áherslu á gildi íþrótta í lífi ungmenna, hvernig þar færi fram eða ætti að fara fram uppbygging á sjálfstrausti og eðlilegum metnaði.  Til gamans má geta þess að a.m.k. 3 félagar Borga hafa gegnt formennsku hjá Breiðabliki !Blikar fagna

 

Kópavogsbúar geta verið stoltir af því frábæra íþróttafólki sem byggir bæinn og fara þar afreksíþróttamennirnir fram með kyndilinn öðrum til eftirbreytni. Má þar nefna kvennalið Gerplu í fimleikum sem náði þeim einstaka árangri að vinna til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í október 2010.