Rótarygolf
Golfmót Rótary var haldið á Hamarsvelli í dýrindisveðri.
Guðrún og Guðmundur unnu sveitakeppnina.
Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi fór fram á Hamarsvelli við Borgarnes föstudaginn 16 Júlí.
2010. Umsjón með mótinu hafði Rótarýklúbburinn Borgir – Kópavogi.
Keppt var í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum og um besta skor einstaklinga. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 brautum og einnig fyrir lengsta teighögg á 18 braut.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf
1. Guðmundur Ásgeirsson, Rótarýkl. Borgir 34 punktar
2. Sævar Reynisson, Rótarýkl. Keflavíkur 32 punktar
3. Helgi Ásgeir Harðarsson, Rótarýkl. Hafnarfjarðar 32 punktar
Sveitakeppni Rotarýklúbba
1. Rótarýkl. Borgir, Guðmundur Ásgeirsson og Guðrún S. Ólafsdóttir, 61 punktar (betra skor á seinni 6 holum vallarins)
2. Rótarýkl. Hafnarfjarðar, Helgi Ásgeir Harðarson og Jóhannes P. Hinriksson, 61 punktar
3. Rótarýkl. Keflavíkur Sævar Reynisson og Georg V. Hannah, 60 punktar
Höggleikur án forgjafar
1. Jóhannes Pálmi Hinriksson Rótarýkl. Hafnarfj. 83 högg ( betra skor á seinni 9 holum vallarins)
2. Guðmundur Ásgeirsson Rótarýkl. Borgir 83 högg
3. Georg Viðar Hannah Rótarýkl. Keflavíkur 90 högg
Veðrið á mótsdag var eins og best varð á kosið, 18 stiga hiti ,sól og hægur vindur. Að leik loknum var snædd dýrindis máltíð.
Mótið tókst með miklum ágætum en þátttaka mætti hafa verið betri.
Ákveðið var að Rótarýkl. Keflavíkur annaðist mótið 2011.
Auk undirritaðs voru í golfnefnd Rótarýkl. Borga þau Guðrún S. Ólafsdóttir og Ingi Kr. Stefánsson.
F.h. Golfnefndar
Guðmundur Ásgeirsson,
formaður Golfnefndar Rótarýkl. Borgir - Kópavogi .