Verkefni
Fjölbreytt verkefni klúbbsins
Rótarýklúbbur Akureyrar hefur frá upphafi stutt ýmis málefni, einstaklinga og atburði. Fastur liður í starfseminni er umsjá svokallaðs Botnreits, sem er skógarreitur sunnan Akureyrar og við bæinn Botn. Þar hittast félagsmenn og snæða saman á hverju síðsumri. Í tilefni 62. umdæmisþings Rótarý 30.-31. maí 2008 var blaðið Botn síðast gefið út.