Fréttir
  • Heimsókn Umdæmisstjóra 20. sept 2013

4.11.2013

Umdæmisstjóri gróðursetur Hengibjörk í Botnsreit 20. september 2013

Að loknum reglulegum fundi í Rótarýklúbb Akureyrar föstudaginn 20. september 2013 fóru Björn Bjarndal Jónsson umdæmisstjóri og kona hans ásamt stjórn og fjölda rótarýfélaga í Botnsreit þar sem umdæmisstjóri gróðursetti tré eins og orðið er árlegur siður þegar umdæmisstjóri heimsækir klúbbinn.

Að þessu sinni varð Hengibjörk fyrir valinu og var umdæmisstjóri ánægður með valið. Að gróðursetningu lokinni var farið í göngu um reitinn í haustveðráttu eins og hún gerist hvað best. Sagði umdæmisstjóri félaga þarna hafa skapað hreint ævintýraland með gróðursetningum í gegnum áratugi svo og stígum og brúm sem gera reitinn aðgengilegan almenningi.