Fréttir

21.8.2013

Í minningu rótarýfélaga okkar Ingþórs Friðrikssonar

Minningargrein 

Engri lífsins göngu lýkur án eftirsjár eftir góðu og glöðu stundunum, hjá því verður ekki komist. Þetta vissi kær vinur og læknir , hann Ingþór, manna best og sagði okkur rótarýsystkinum sínum þegar honum var ljós alvara síns sjúkdóms

Ingþór Friðriksson

Minningargrein JHÁ 28.07.13

útför frá Akureyrarkirkju föstud. 2. ágúst kl.13:30

Þegar allt leikur í lyndi og vorsins fuglar syngja sig inn í sumarið, þá er gott að vera til. Örugglega er betra að lifa í gleði og vita þó samt að hún tekur enda. að hann þakkaði hvern þann morgun sem hann “vaknaði lifandi”. Ingþór flutti til Akureyrar frá Borgarnesi fyrir tveimur árum og við urðum strax bestu mátar og það var Rótarýfélagsskapurinn sem fyrst og fremst réði því. Raunar bar fleira til því söngurinn hafði lengi tengt okkur órofaböndum og var Ingþór með afbrigðum söngvís og hafði það umfram mig að kunna ókjör af vísum, þannig varð hann sígildur forsöngvari í Þórði gamla “malakoff” í árlegu nýlársteiti okkar Löllu, þó sá texti eigi síst við hér. Á vordögum hófum við æfngar á organum-tvísöngvum og lofaði sá gjörningur góðu og hefði ugglaust borið frægð okkar víða ef svo hefði haldið fram sem þá horfði. Eimhvern veginn fannst mér að við Ingþór hefðum verið vinir ævilangt. Eftirfarandi vísa kom fram í huga minn er ég frétti ótímabært andlát þessa góða vinar.

 

Vorsins bjarta vinarann

vakti hjartans funa.

Í sumarskarti friðinn fann,

þeim friði er hart að una.

 

Við Lalla vottum Möggu, börnum, mökum þeirra og barnabörnum okkar innilegustu samúð.

Frá Rótarýklúbbi Akureyrar flyt ég einlægar þakkir fyrir að hafa mátt eiga Ingþór að,sem dyggan og skemmtilegan félaga. Jáfnframt flyt ég frá klúbbnum einlægar samúðaróskir til Margrétar og fjölskyldu. Rótarýklúbbur Akureyrar vottar Ingþóri Friðrikssyni sína dýpstu þökk og virðingu.

Jón Hlöðver Áskelsson