Fréttir

25.5.2012

Vel heppnuð vinnuferð í Botn

9 félagar mættu í Botnsreit s.l. þriðjudag

kakó-samloku-pásaÁ þriðjudaginn 22. maí  mættu 8 félagar stundvíslega kl. 17:00 í Botnsreit og sá níundi bættist svo aðeins seinna í hópinn. Hermann o. fl. komu með fullt af verkfærum. Slegið var nokkuð af sinu af graseyju neðan bílastæðis og í kringum tré sem umdæmisstjórar hafa gróðursett og trjáplöntunum gefinn áburður. Þetta svæði hefur lent eilítið í órækt svo trjáplönturnar voru farnar að njóta sín illa. Fyrir aðkomuna að Botnsreitnum er mikilvægt að þessi svæði líti vel út og finna þarf lausn á reglulegum slætti og umönnun þeirra. Einnig var illgresi eitt af göngustígum og lagað all nokkuð til í rjóðrinu sem er hinn ákjósanlegasti áningarstaður og upplagt fyrir lautarferðir eða samkomur undir berum himni. Hugsað hafði verið fyrir prýðilegum veitingum í vinnuhléi í góða veðrinu. Áður enn vinnu lauk undir kl. 20:00 var kerra Ingvars hlaðin með rusli sem hafði safnast og afskornum greinum og runnum og tók hann að sér að sjá um förgun á því. Þótti þessi vinnuferð vera mjög vel heppnuð.