Fréttir

4.5.2012

Guðný Hrund sagði frá hjólreiðaferð með maka og vinum um Víetnam.

12.04.27 Guðný Hrund segir frá hjólreiðaferðGuðný Hrund Karlsdóttir flutti erindi dagsins og sagði frá ferð sinni með maka og vinum m.a. á hjólum um Víetnam. Hafði hún farið nær allt landið frá norðri til suðurs og sýndi fjölda mynda. Sagði hún frá jákvæðri upplifun sinni af landi og þjóð en móttökur hefðu verið með miklum ágætum, þótt hjólreiðarnar hefðu verið allmikið púl. Minntist hún meðal annars á að minning leiðtogans Ho Chi Mins væri í miklum heiðri höfð en án þeirrar dýrkunar sem víða tíðkaðist á stórum leiðtogum þjóða. Ferðin var skipulögð af ástralskri ferðaskrifstofu í gegnum Bretland og var skipulagið og leiðsögn hin besta.