Fréttir
  • 12.04.20 KarlErlingsson rannsóklnarlögreglumaður

4.5.2012

Kári Erlingsson rannsóknarlögreglumaður ræddi um fíkniefnavandamál á Akureyri

Aðalefni fundarins föstudaginn 20. 04. var í höndum félagavalsnefndar en formaður hennar er Rannveig Björnsdóttir. Erindi flutti Kári Erlingsson rannsóknarlögreglumaður og ræddi um fíkniefnavanda á Akureyri. Hann talaði um umfang vandans sem er talsvert, efni í umferð, sölukerfið, aðferðir fíkla til fjármögnunar, notkun fíkniefnahunda o.fl. Þetta var vel uppbyggt, skilmerkilegt og mjög fróðlegt erindi.