Fréttir
  • Bjarni Eiríksson sérfræðingur hjá RHA

11.4.2012

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Erindi Bjarna Eiríkssonar sérfræðings hjá RHA á fundi 23. mars

Aðalerindi fundarins 23. mars flutti Bjarni Eiríksson sérfræðingur hjá RHA og sagði hann frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og samvinnu við Háskólann á Akureyri.

Aðalerindi fundarins 23. mars flutti Bjarni Eiríksson sérfræðingur hjá RHA, hann sagði frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, einkum starfsemi hans á Íslandi, og svaraði fyrirspurnum greiðlega. Sjávarútvegsskólinn hefur aðalaðsetur á Akureyri og starfar í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Góður rómur var gerður að erindinu.  Kynningarglærurnar sem Bjarni sýndi eru unnar  upp úr glærum

frá Tuma Tómassyni Programme Director UNU-FTP og  má finna þær á eftirfarandi slóð: http://prezi.com/ycfhhoknt6oq/united-nations-university-fisheries-training-programme-unu-ftp/, Fyrir þá sem hafa áhuga á frekari upplýsingum er einnig bent á  heimasíðu Sjávarútvegsskólans www.unuftp.is