Fréttir
  • Axel flytur 3gja mín erindið

10.4.2012

Axel flutti 3gja mínútna erindi um stjörnuhimininn 23. mars


Félagi Axel Björnsson, prófessor, hélt 3ja mínútna erindið 23. mars og sagði oikkur frá stjörnuhimininum eins og hann lítur út núna þessa dagana. Til þess notaði hann tölvuforrit sem unnt er að ná í á netinu og setja upp á heimilistölvu (http://www.stellarium.org). Forritið er ókeypis og á íslensku.

Venus er óvenju björt og í nánd við Júpiter í vesturátt á kvöldhimninum. Báðar stjörnurnar eru í hrútsmerkinu. Þegar líður á kvöldið sést Mars í nautsmerkinu og Satúrnus í meyjarmerkinu þegar horft er til suðurs/suðvesturs. Með forritinu er auðvelt að finna nöfn reikistjarna (pláneta) og fastastjarna (sólna) og greina himinhvolfið í stjörnumerki. Samkvæmt forritinu er Sólin nú í fiskamerkinu en ætti að vera í hrútsmerkinu samkvæmt stjörnuspekinni/stjörnuspám. Misræmið liggur í því að stjörnuspár byggja á 2000 ára gömlum athugunum. Vegna hægfara breytinga á möndulhalla jarðar hafa merkin hliðrast til um einn mánuð á 2000 árum. Stjörnuspár eru því allar kolrangar enda eru þær í eðli sínu aðeins leikur sem byggir ekki á vísindalegum grunni.