Fréttir
  • Soffía Gísladóttir

10.4.2012

Soffía Gísladóttir flytur starfsgreinarerindi á fundi 16. mars

Soffía sem er nú forstöðumaður vinnumálastofnunar á Akureyri var tekin inn í klúbbinn sem nýr félagi á fundi þann 17. febrúar s.l.

Soffía flytur starfsgrinarerinfi sittSoffía rakti í stuttu máli leið sína frá uppvexti á Húsavík, menntun í Háskóla Íslands og í Flórens, störf   m.a. fyrir Símey á Akureyri og félagsmálaráðuneytið og nú síðast frá desember 2008 sem forstöðukona Vinnumálastofnunar á Akureyri . Soffía lýsti starfi sínu í stuttu máli. Hún taldi að vel hafi tekist að koma atvinnulífinu í gang og að Akureyrarsvæðið væri í sókn m.a. sköpun nýrra starfa í samvinnu við öflug fyrirtæki. Hún nefndi ennfremur nýtt verkefni sem nefnt er Vinnandi vegur þar sem fyrirtæki fá mótframlag frá Vinnumálastofnun til þess að ráða fólk til starfa. Hún sagði Evrópusamstarf vera virkt og verkefni í gangi m.a. góð samvinna við Evrópuráðið í vinnumarkaðsmálum varðandi dreifbýli. Hún taldi Ísland hafa miklu að miðla á vettvangi Evrópusambandsins, ESB, og að á þeim vettvangi væri ekki gerður greinarmunur á framgöngu landsbyggðarfulltrúa og fulltrúa höfuðborgarsvæðisins sem væri tilbreyting frá innlendum vettvangi. Nokkur umræða varð um atvinnuleysistölur sem hún nefndi, en meðaltal um landið allt sagði hún vera um og yfir 7% en um 5,5% á Norðurlandi eystra. Soffía útskýrði að við hlutfallsmælingin væri miðað við hlutfall fólks á vinnumarkaði þ.e. á aldursbilinu sextán ára til sjötugs en sá hópur væri um 80% af íbúatölu.