Fréttir
  • Fyrirlesari

9.3.2012

Hvað eru erlendir ferðamenn að gera á Norðurlandi?

Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, var gestur okkar og flutti aðalerindi fundarins 9. mars s.l

Fu 09.03.12 fyrirlesariErindi sitt nefndi Edward Hákon Huijbens "Hvað eru erlendir ferðamenn að gera á Norðurlandi?" og fjallaði hann aðallega um nýútkomna skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála byggðri á urvinnslu úr spurningakönnun sem lögð hafði verið fyrir erlenda ferðamenn sem fóru um Akureyrarflugvöll sumarið 2011 með beinu flugi erlendis frá. Spurningarnar vörðuðu upplýsingar um hegðun ferðamanna, hvert leið þeirra hafði legið, hver og hvernig upplifun þeirra hafði verið. Skýrsluna sem ber nafnið "Millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Könnun meðal brottfararfarþega hjá Iceland Express sumarið 2011" má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar ferðamála:  www.rmf.isFu 09.03.12 fyrirlesariNokkur atriði sem komu fram í máli Edwards voru að flestir erlendu ferðamannana eða 70-80% voru Danir og um 60% voru að koma í fyrsta sinn. Flestir dvöldu eina viku sem er lengri dvöl á Norðurlandi en hjá ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll. Fram kom áhugi á mat úr héraði. Helstu áfangastaðir voru Akureyri, Mývatn, Húsavík og Dettifoss, en Edward sagði ferðamönnum þangað hafa fjölgað verulega eftir umbætur Vegagerðarinnar. Áhrif Héðinsfjarðarganga á Siglufjörð sem áfangastað voru mikil. Við mat á upplifun nefndi hann nokkur stikkorð sem komu upp svo sem einstakt frelsi, friður, hrein kyrrð og orka. Í lokin nefndi Edward að almenningssamgöngur skorti verulega og spurði hvort við vildum neyða alla ferðamenn til að taka bílaleigubíl og auka þannig bílaumferð á vegum.

Að loknu erind svaraði Edward nokkrum fyrirspurnum og einnig upplýsti félagi Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Markaðsstofu Norðurlands (MN), um útlitið fyrir áframhaldandi og auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll  og starfi flugklasans AIR66N, sem er samstarfsverkefni um að markaðssetja Norðurland sem áfangastað fyrir millilandaflug allt árið með því markmiði að fjölga ferðamönnum og lengja dvöl þeirra á Norðurlandi.