Fréttir
Botnsfréttir frá Hermanni
Ég fór ásamt konunni í sveppatínslu í Botnsreit í dag en þar er nú óvenju mikið af þessari ágætu "matjurt"
Best er að fara upp í suðveturhorn reitsins þar sem nýjasta lerkið er. Keyra má veginn sem merktur er Hranastaðir og leggja bílnum rétt norðan við girðinguna í SV horni reitsins, þar rétt austan við veginn eru strax sveppir og svo sama sagan í öllum þessum lerkireit. Notum Íslenskt!!
Kveðjur
Hermann Sigtr.