Leirgerður
Vísnagerð í Rótarýklúbbi Akraness
Flutt á jólafundi 21. desember 2005
Vísur eftir Guðmund Guðmundsson um dægurmál haustsins.
Atvinnuréttindi
Grýla rak upp rokna vein
í réttinda-karpinu
er sá hún Kóka-kóla-svein
í Kanasjón-varpinu.
Baugsmálið
Í fyrstu höndin bláa bar
baug á hverjum fingri.
Nú er af sem áður var
eytt skal slíku glingri.
Seðlabankinn
Á degi blýant naga nær
að nóttu þó hann slóri.
Sérstaklega sá er fær
seðlabankastjóri.
Í pólitík skal kænn og klár
kappinn svo fram úr skari.
Lágur vexti, liðað hár,
latur að eðlisfari.
Flutt á fundi 1. desember 2004.
Guðmundur Guðmundsson kveður um gangnaóða Íslendinga.
Jarðgangaóður
Á Háahnjúk þó leið sé löng
Þið lítið mál það kallið.
En væri ei nær að grafa göng
gegn um Akrafjallið.
Flutt á fundi 8. september 2004
í tilefni af fyrirhuguðum vinnufundi við gönguleið upp á Akrafjall.
Andsvar Guðmundar Guðmundssonar formanns afmælisnefndar,
við neikvæðum kveðskap Jóns Péturssonar um brúargerð á Akrafjalli.
Rótarýbrúin
Búið er að byggja brú
Bænda á milli landa.
Rekin saman reist er sú
Rótarý í anda.
Fögru verki fögnum nú
Fágæt smíð að vanda.
Það er mætra manna trú
að muni hún lengi standa.
Berjadalsárbrúin breið
Bein með útlitsformin mjúk.
Og með henni gerð er greið
gangan upp á Háahnjúk.