Rótarýsöngvar og vísur

Rótarýsöngur Rótarýklúbbs Akraness

Höfundur: Ragnar Jóhannesson - Lag: Þá hugsjónir fæðast

Það gleður og þroskar
að hugsa og vinna vel
það veikir hvern huga
að lykja sig í skel.
Vort samstarf eflir
tryggð og trausta lund
því trúum við er sátum
þennan fund.

Vor Rótarý-hugsjón
um djúpin byggir brú
og bræðralagsþörfin
var aldrei meiri en nú.
Hér kveðjumst vér
en hittumst heilir næst.
Hér hafa góðir vinir
í samhug mæst.

Síðara erindið er sungið í lok hvers fundar
þegar forseti hefur farið með fjórprófið.




Innskráning:

Innskráning