Fréttir
Rótarýklúbbur Akraness lagaði stíginn í Selbrekku 7. júní 2017
Selbrekkustígurinn er vinsæl gönguleið á Akrafjallið
Rótarýklúbburinn setti þrep í stíginn á sínum tíma og hefur haldið honum við síðan
Að kvöldi 7. júní 2017 mættu hressir Rótarýfélagar í Selbrekkuna í Akrafjalli og settu ný þrep í stað þeirra sem voru úr sér gengin. Reknir voru teinar úr steypustyrktarjárni í gegnum þrepin til að tryggja þeim festu. 23 ný þrep voru sett niður.