Fréttir

26.2.2016

Útlendir Skagamenn

Opinn fundur í tilefni af Rótarýdeginum

Tilgangur fundarins er að vekja athygli á því hvernig ólíkir einstaklingar, af erlendu bergi brotnir, hafa fundið sér starf og skapað sér heimili á Akranesi.

Í tilefni af Rótarýdeginum, sem helgaður er fjölmenningu, boðar Rótarýklúbbur Akraness til opins fundar.  Tilgangur fundarins er að vekja athygli á því hvernig ólíkir einstaklingar, af erlendu bergi brotnir, hafa fundið sér starf og skapað sér heimili á Akranesi.  Erindin halda 5 einstaklingar, Jóhannes Símonsen (frá Færeyjum), Ruth Jörgensdóttir Rauderberg (frá Þýskaland), Uchechukwu Michael Eze  (frá Nigeríu), Shyamali Ghosh (frá Indlandi) og Tuyet Anhthi Nguyen (frá Vietnam).Eftir kaffi og léttar veitingar, verða síðan fyrispurnir og umræður.  Öll erindin verða á íslensku.Fundurinn verður í Garðakaffi laugardaginn 27. febrúar kl. 11:00 - 13:00. Allir velkomnir.


Innskráning:

Innskráning