Fréttir
Staupglös til að minnast 3000. fundarins
Klúbburinn lætur gera staupglös merkt klúbbnum og 3000. fundinum
Staupglös með merki klúbbsins, og áletrun
Á 3000.fundinum var afmælisins minnst með því að lyfta glösum og skála fyrir afmælisfundinum. Glösin sem allir fundarmenn fengu til eignar eru eiguleg glös með nafni klúbbsins, rotarymerkinu og áletrun til að minnast 3000. fundarins. Glösin verða seld á starfsárinu til styrktar verkefnum klúbbsins á 500 kr.