Kveðskapur og pistlar

30.4.2012

Ferð í Hrafntinnusker 2008

Tekið úr ferðasögu skráðri af Magnúsi Jóhannssyni

Við Hrafntinnusker sprakk hjá Friðgerði og í Skógshrauni skammt frá Keldum sprakk hjá Bjarnheiði. Gert var við bæði dekkin að hætti jeppakarla, þ.e. settir voru tappar í götin án þess að taka hjólið undan. Hjá Bjarnheiði og Sigfinni voru tvö göt og dugði ekkert minna en tveir tappar í annað og þrír í hitt gatið. Eftir þetta mælti Sigfinnur:
Þetta var fimm tappa ferð
og fari ég aðra í bráð
með Ragnari á Rauðku ég verð
rólegur af hreinni náð

En einn af máttarstólpunum í ferðinni var að sjálfsögðu Ragnar Th. á stóra Rauð (nafnið Rauðka er skáldaleyfi Sigfinns).