Kveðskapur og pistlar

30.4.2012

Ferð til Kanada 2004

Tekið úr ferðasögu skráðri af Kristjáni Guðmundssyni

Allt er stórt í Ameríku. Risavaxnir flutningabílar með alls kyns vörur, tæki og dýr urðu á leið okkar. Lest ,,trukka” með svín var förunautur okkar um hríð. Einum ferðafélaganna, Jónasi Frímannssyni, varð þá að orði:

 

Vesturheims um vengi fríð,
vagnar óku tveir um hríð.
Í öðrum voru amerísk svín,
en í hinum þjóðin mín.
Sorglegt er að Rótarý
rekist í bland við svínarí.

 

Vísur Káins og kvæði voru vinsælt viðfangsefni í ferðinni og sögur þeim tengdar. Við myndarlegt minnismerki um Káin kastaði einn félaginn, Sigurjón Jóhnnesson, fram þessari limru:

 

Íslenskir kannast við Káin,
með kímninnar orðbeittan ljáinn,
Mörg vísa eftir hann
vitnar um mann,
sem lifir þótt löngu sé dáinn