Fréttir

8.9.2008

Klúbburinn fær heimasíðu á nýjan leik

Rótarýklúbbur  Vestmannaeyja var einn af fyrstu klúbbunum að eignast heimasíðu. Hún hefur legið niðri um nokkurt skeið og mun Ólafur Ólafsson, fyrrum félagi í klúbbnum, aðstoða við uppsetningu síðunnar en hann sá einnig um gömlu síðuna.

Heimasíður geta verið þarflegt tæki fyrir rótarýklúbba til að kynna starfsemi sína og auka áhuga á starfinu. Þess vegna er mikilvægt að flytja fréttir af starfi klúbbsins og jafnvel setja inn fréttir af starfi Rótarý á alþjóðavísu en slíkar fréttir má finna á www.rotary.org og þýða eða endurrita. Vestmanneyjingar eru hvattir til að fræðast um hið mikla og öfluga starf Rótarý á heimsvísu og ef fólk hefur áhuga á þátttöku er það hvatt til að hafa samband við forseta klúbbsins.