Fréttir

6.6.2017

Ferð til Patreksfjarðar.

Konukvöld haldið með stæl að þessu sinni..

Félagar í Rótarýklúbb Sauðárkróks fóru í skemmtilega ferð ásamt mökum á Patreksfjörð helgina 26. til 28. maí s.l. Gist var á Hótel WEST og farið í útsýnisferð að Látrabjargi og um Rauðasand á laugardeginum. Nutu gestir ferðarinnar en komið var við á minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti og það skoðað. Um kvöldið var haldin fundur í Stúkuhúsinu svokallaða, en það er veitingastaður í hjarta bæjarins.