Fréttir

7.2.2017

Ný Rótarýklukka á Flæðunum.

Ný útiklukka frá Bodet.

Mánudaginn 6. febrúar var ný útiklukka tekin í notkun á Flæðunum. Rótarýklúbburinn stóð á sínum tíma fyrir kaupum og uppsetningu á útiklukku frá franska klukkuframleiðandanum Bodet. Klukkan fékk að þjóna vegfarendum á Króknum um dágóðan tíma, en á endanum þótti Rótarýfélögum tímabært að huga að endurnýjun. Það var því úr að menn settu sig í samband við styrktaraðila þessa verkefnis frá upphafi, Vodafone og ákvörðun tekin um kaup á nýrri klukku frá sama framleiðanda. Nýja klukkan, sem er af annari kynslóð ef svo má segja, sýnir bæði tíma, hitastig og dagsetningu, en það voru starfsmenn Rariks á Sauðárkrók sem sáu um  uppsetninguna.  Rótarýklúbburinn vill koma á framfæri þökk til þeirra ásamt fyrirtækinu Vodafone sem hefur í gegnum tíðina stutt þetta verkefni duglega.