Fréttir
5.2.2017
Fjölgun félaga.
Heimir Haraldsson nýr félagi.
Á fundi þann 2. febrúar var nýr félagi tekin inn í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Hann heitir Heimir Haraldsson og starfar sem framleiðslustjóri hjá Iceprótein. Heimir er fæddur árið 1963 og er efnafræðingur að mennt. Hann verður fulltrúi fyrir starfsgreinina vísindarannsóknir og þróunarstarf. Heimir er boðinn velkominn í klúbbinn.