Fréttir

30.1.2017

Ný stjórn kosin fyrir starfsárið 2017-2018.

Tekur við 6. júlí.

Á síðasta fundi desembermánaðar var kosin ný stjórn í Rótarýklúbb Sauðárkróks fyrir starfsárið 2017-2018. Eftirtaldir voru kostnir í stjórn. Ingimundur Kr. Guðjónsson forseti, Gunnar Björn Rögnvaldsson verðandi forseti, Ingvi Hrannar Ómarsson ritari, Jón Þór Jósepsson gjaldkeri, Ívar Örn Marteinsson stallari. Stjórnin kemur til með að taka formlega við á stjórnarskiptafundi fimmtudaginn 6. júlí.