Fréttir
Golfmót Rótarý 2016
Hið árlega golfmót Rótarýklúbbsins á Sauðárkróki var haldið fimmtudaginn 24. júní.
Eins og undanfarin ár spiluðu félagar eftir reglunum vanur, óvanur. Fer það þannig fram að fengnir eru vanir spilarar að láni úr Golfklúbbnum á Sauðárkróki til að spila með rótarýfélögum einn hring eða 9 holur.
Einstaklega gott samstarf hefur verið milli þessara klúbba í gegnum árin, en Rótarýklúbburinn á Sauðárkróki var einn aðal stofnaðili að Golfklúbbnum á Sauðárkróki þann 6. nóvember 1970. Létt er vanalega yfir mönnum á þessum degi enda Lummudagar í námd og flestir félagar að komast í langþráð sumarfrí. Úrslit mótsins voru á þá leið að það var nýjasti félaginn í rótarýklúbbnum, Magnús Freyr Gíslason sem stóð uppi sem sigurvegari ásamt nafna sínum Magnúsi Barðdal. Myndirnar tala sýnu máli..