Fréttir

9.6.2016

Nýir félagar í Rótarýklúbb Sauðárkróks

Tveir nýir félagar.

Á síðastliðnum vikum hafa tveir nýir félagar bæst í hópinn hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks. Þetta eru þeir Bergmann Guðmundsson kennari og Magnús Freyr Gíslason arkitekt. 

Bergmann Guðmundsson er kennari að mennt og starfar við Árskólan á Sauðárkróki. Hann gekk í raðir Rótarýklúbb Sauðárkróks 15. apríl og var það Baldvin Kristjánsson sem sá um inntökuna. Bergmann er því félagi nr. 28 í klúbbnum. Maki er Arnrún Halla Arnórsdóttir.

Magnús Freyr Gíslason er lærður arkitekt og starfar hjá Minjastofnun. Hann er fæddur og uppalin Króksari og gekk hann í klúbbinn 9.júní. Magnús er félagi nr. 29. Maki er Kolbrún Dögg Sigurðardóttir.